G. Hannesson er þjónustufyrirtæki í skiltagerð, merkingum og innflutningi og dótturfyrirtæki Olíudreifingar ehf.

Árið 2014 fagnar G. Hannesson fertugasta og þriðja starfsári sínu, en fyrirtækið var stofnað árið 1971 af Guðna Hannessyni. Upphafleg starfsemi fyrirtækisins fólst einkum í þjónustu við olíufélögin, t.d. með innflutningi á búnaði fyrir eldsneyti og eldsneytisþjónustu, en auk þess rak Guðni skósölu um árabil. G. Hannesson var í eigu Guðna Hannessonar þar til í september 1997, en þá keypti Olíudreifing ehf. fyrirtækið að fullu.

Árið 2003 var stofnuð sérstök skilta- og merkingardeild innan fyrirtækisins og myndar hún í dag hryggjarstykkið í starfsemi þess, auk innflutnings á ýmsum sérhæfðum vörum.

Hjá fyrirtækinu starfa fjórir starfsmenn, þeir Arnar, Jónas, Birgir og Einar, og búa þeir yfir áratuga reynslu, bæði almennri og sérhæfðri.

Hafðu samband