G. Hannesson er dótturfyrirtæki Olíudreifingar ehf. og hluti starfseminnar felst í því að þjónusta bensínstöðvar og aðra þjónustuaðila. Af þessum sökum er umfang söludeildar og innflutnings töluvert innan fyrirtækisins. 
 
Við flytjum m.a. inn díóðuljós, kastara og stauralampa, ýmis kemísk efni sem tengjast rekstrinum, öryggismyndavélar (sem margar hverjar eru í notkun á bensínstöðvum víða um land), bensíndælur og dælubúnað.
 
Við flytjum auk þess inn allan búnað fyrir veltiskilti af gerðunum O’Neill og Italtelo og vandaða LED-skjái frá fyrirtækjunum Swiss Timing og Grandwell Inc. sem henta til margvíslegra nota, bæði innanhúss og utanhúss.
 
Viltu panta, fá tilboð eða leggja inn fyrirspurn vegna söludeildar og innflutnings?
Sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í síma 562 2960 og við svörum um hæl.