Rúllustandar henta einstaklega vel þegar slá þarf upp tímabundinni og áberandi auglýsingu. Rúllustandarnir koma í þægilegum töskum og þá er sáraeinfalt að setja upp og taka saman.

Viltu panta, fá tilboð eða leggja inn fyrirspurn? Sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í síma 562 2960 og við svörum um hæl.

Vindskilti

Vindskilti koma sér afar vel til að grípa athygli gangandi vegfarenda. Þau eru létt og meðfærileg, standa ein og óstudd í veðri og vindum og fást í ólíkum stærðum og gerðum. 

Smellurammar

G. Hannesson býður upp á gott úrval af sterkum en léttum smellurömmum í mörgum litum og stærðum. 

Ljósarammar

Einföld og þægileg leið til að skreyta heimilið eða skrifstofuna. Í rammanum er komið fyrir díóðumottu sem varpar mjúkri lýsingu í gegnum prentaða ljósmyndina. 

Veltiskilti

Við flytjum inn vönduð veltiskilti frá fyrirtækjunum O’Neill og Italtelo, en þessi tegund auglýsingaskilta verður sífellt meira áberandi á íþróttavöllum, t.a.m. í Vodafone-höllinni þar sem G. Hannesson er þjónustuaðili. Auglýsingarnar eru prentaðar á sérstakt plastefni og tengdar saman á þar til gert lykkjukerfi sem síðan er komið fyrir í rafdrifnum búnaði á vellinum. Þetta er þægilegt fyrirkomulag, hagkvæmt og auðvelt í notkun.