Skilti er skemmtilegt yfirhugtak sem nær yfir ótrúlega vítt svið af merkingum, allt frá dyrabjölluskilti sem passar í brjóstvasa upp
í blikkandi og tæknivædd ljósaskilti sem eru fleiri fermetrar að stærð.

Við þekkjum allar tegundir þar á milli og getum hjálpað þér að meta stöðuna, bæði út frá þörf og kostnaði. Oftast skerum við út
límstafi eða prentum ljósmyndir og grafík á límdúk sem síðan er límdur á undirlag, t.d. álplötur, C-Bound, plexigler eða PVC-plötur.
Allt fer þetta eftir aðstæðum, þörf þinni og tilgangi.

Viltu panta, fá tilboð eða leggja inn fyrirspurn vegna skilta? Sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í síma 562 2960 og við svörum um hæl.

Álskilti

Álskilti hafa ótvíræða kosti, enda eru þau afar mikið notuð hér á landi, bæði innanhúss og utanhúss. Þau eru t.d. mjög sterk, límdúkurinn festist afar vel á þeim og auðvelt er að eiga við mjúkt álið þegar kemur að borun og uppsetningu, hvort sem um er að ræða stærri eða minni skilti.

Húsfélög

Húsfélög, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði, þurfa gjarnan á merkingum innanhúss að halda, t.a.m. í anddyri, í lyftu, á einstökum hæðum hússins og jafnvel við einstaka skrifstofur. Ef óskað er eftir samræmi í þessum merkingum býður G. Hannesson upp á ýmis stöðluð kerfi sem eru þægileg í notkun og auðveld í uppsetningu.

Ljósaskilti

Ljósaskilti eru af ýmsum toga, en vegna íslenskra aðstæðna er oftast smíðaður sterkur og þéttur ljósakassi úr áli og plötu úr plexigleri komið fyrir á framhliðinni. Í ljósakassanum er ljósakerfi, annað hvort úr flúrperum eða díóðum, sem lýsir upp fallega prentun eða límstafi á framhlið skiltisins.

Einfaldir og ferkantaðir ljósakassar eru bæði hagkvæmastir og sterkastir, en þó eru okkur allir vegir færir þegar kemur að ljósaskiltum – leyfðu því hugmyndafluginu að ráða för og við leysum tæknilegu úrvinnsluna.

Díóðuskilti

Díóður hafa breytt ásýnd skiltagerðar undanfarin ár eftir því sem tækninni hefur fleygt fram og díóðurnar sjálfar orðið vandaðri og endingarbetri. Díóður eru stundum notaðar sem upplýsandi bakgrunnur í þunn ljósaskilti en einnig er smekklegt og vinsælt að fræsa út fyrirtækjamerki og stafi og nota díóðurnar í baklýsingu utanhúss. Í hinu íslenska skammdegi skilar lausn af þessu tagi afar fallegri og áberandi skreytingu.

Bílastæðaskilti

Skýrt og áberandi bílastæðaskilti getur gert gæfumuninn þegar skilgreina þarf bílastæði og koma í veg fyrir óheimila notkun þess. Við eigum góðan gagnagrunn með öllum helstu tegundum bílastæðaskilta og þau er hægt að setja upp í hvaða stærð sem þér hentar með stuttum fyrirvara.

Við sérsníðum festingarnar að þínum aðstæðum, t.d. með því að festa skiltið á tréstaur (ef stinga þarf skiltinu í jörð) eða álprófíl.

Íþróttaskilti

Íþróttaskilti er yfirheiti yfir stærri skilti sem notuð eru fyrir auglýsingar á íþróttaleikvöngum, bæði utanhúss við fótboltavelli og innanhúss á veggjum íþróttahúsa. Hægt er að afgreiða skiltin í fjölbreyttum stærðum og einnig er hægt að velja á milli ólíkra efna (ál, PVC).
 

Skiltastandar

Húsfélög vilja gjarnan skera sig úr umhverfi sínu með því að byggja veglegan skiltastand með upplýsingum um fyrirtæki sem hafa starfsemi í húsinu. Standar af þessu tagi eru alltaf sérsmíðaðir með tilliti til aðstæðna og haft er að leiðarljósi að auðvelt sé að skipta út upplýsingum á standinum þegar fyrirtæki flytja og önnur koma í staðinn.