Tvíhliða prentun

Nýjasta viðbótin í auglýsingaprentun er svokölluð tvíhliða prentun (double way vision). Þar eru auglýsingar eða merkingar prentaðar á aðra hliðina á sérstakri filmu, sem er þeim eiginleikum gædd að þegar auglýsingin er límd í glugga er hún einnig sýnileg frá hinni hliðinni. Sjón er sögu ríkari – sjáðu þessi dæmi um tvíhliða prentun sem G. Hannesson hefur framleitt.

Segldúkur

Prentun á segldúk er ódýr og einföld lausn sem hentar vel fyrir tímabundnar merkingar. Þá er hægt að strengja dúkinn upp og taka hann niður á einfaldan hátt þegar notkun hans er lokið. Einnig hentar þessi lausn vel fyrir árstíðarbundnar auglýsingar (sem eru notaðar aftur og aftur) og þegar útbúa þarf auglýsingaflöt í yfirstærðum (t.d. ef þekja á heilan húsgafl). 

Gólfmerkingar

Þegar merkja á gólf í auglýsingaskyni, t.d. í íþróttahúsum eða verslunum, kemur sér vel að geta prentað út mjög stóra límmiða. Hægt er að prenta á sérstaka filmu sem límist er sterk, límist vel á gólf en er auðvelt að fjarlægja að notkun lokinni, en sú lausn getur hentað vel þegar líma þarf tímabundnar auglýsingar á verslunargólf þar sem álag er mikið.

Fánaprentun

Við prentum fána í öllum stærðum og gerðum, bæði til notkunar innanhúss og utanhúss; þjóðfána, íþróttafána og tækifærisfána.

Seguldúkur

Prentun á segul getur skapað skemmtilegt og áhrifaríkt kynningarefni, hvort sem er til að nota heima við, á ísskápinn eða á fyrirtækisbíl sem þarf stundum að vera merktur og stundum ekki.

Engin takmörk eru fyrir því hvernig grafík eða myndir er hægt að prenta á seguldúk.

Límdúkur

Stærstur hluti merkinga er prentaður beint á svokallaðan límdúk, en hann fæst í ólíkum gæðaflokkum, t.d. eftir því hvort merkingin er ætluð til notkunar innanhúss eða utanhúss. Útkoman verður í raun risastór límmiði sem hægt er að líma beint á sinn stað (t.d. á bíl eða í glugga) eða á annað undirlag (t.d. á álskilti).

Einnig er hægt að prenta hvaða grafík og ljósmyndir sem er og skera út límmiða í sérstökum stærðum og með óvenjulega lögun.

Bolamerkingar

G. Hannesson býður upp á snarpa þjónustu í bolaprentun þar sem aðeins þitt ímyndunarafl setur hönnuninni takmörk. Að sjálfsögðu er hægt að velja á milli ólíkra lita og sniða.