Límmiðar eru framleiddir í öllum stærðum og gerðum, frá nokkrum millimetrum upp í fleiri tugi fermetra. Skoðaðu gjarnan úrvalið eða hafðu einfaldlega samband við okkur með allar þínar spurningar.

Viltu panta, fá tilboð eða leggja inn fyrirspurn vegna límmiða, gólfmerkinga eða tvíhliða prentunar?
Sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í síma 562 2960 og við svörum um hæl.

Útskornir límmiðar og límstafir

Með límfilmu í ólíkum litum er hægt að skera út bæði einfalda límstafi og flókna og samsetta auglýsingagrafík. Kostirnir við að nota límfilmu eru ekki síst þeir að litirnir í henni eru skarpir og þeir þola sólarljós einstaklega vel.

Tvíhliða prentun - Límmiðar

Nýjasta viðbótin í auglýsingaprentun er svokölluð tvíhliða prentun (double way vision). Þar eru auglýsingar eða merkingar prentaðar á aðra hliðina á sérstakri filmu, sem er þeim eiginleikum gædd að þegar auglýsingin er límd í glugga er hún einnig sýnileg frá hinni hliðinni.
Sjón er sögu ríkari – sjáðu þessi dæmi um tvíhliða prentun sem G. Hannesson hefur framleitt.

Prentaðir límmiðar

Við notum ólíkan límdúk til að prenta út fjölbreytt úrval af límmiðum. Engin takmörk eru fyrir litanotkun, stærð eða lögun límmiðanna – nútímatölvutækni gerir okkur kleift að prenta og skera á einfaldan og nákvæman hátt.

Gólfmerkingar - Límmiðar

Í dag eru gólfmerkingar langoftast prentaðar beint á sérstakan límdúk sem ætlaður er til notkunar innanhúss. Útkoman verður í raun risastór límmiði sem hægt er að skera út í hvaða lögun sem er og líma beint á sinn stað.