Merkingar á skrifstofuhúsnæði hafa mikið að segja um ytri ásýnd fyrirtækja. Smekklegar gluggamerkingar eru því sterkur kostur
sem getur bæði laðað nýja viðskiptavini að því og ýtt undir að núverandi viðskiptavinir komi aftur.

Svo má ekki gleyma því að minnast á hina vinsælu sandblástursfilmu, en hún hefur ótvíræða kosti sem hafa ýtt undir vinsældir
hennar undanfarin ár. Sandblástursfilman er mjúk ásýndar og hún lokar fyrir innsýn en hleypir engu að síður birtu inn í viðkomandi rými.

Viltu panta, fá tilboð eða leggja inn fyrirspurn vegna gluggamerkinga?
Sendu okkur póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í síma 562 2960 og við svörum um hæl.

Sólarfilma

Sólarfilman er vandmeðfarin filma en starfsmenn G. Hannessonar hafa öðlast umtalsverða reynslu í uppsetningu hennar síðustu árin. Sólarfilma dregur verulega úr hitamyndun og áhrifum útfjólublárra geisla, sem kemur sér sérstaklega vel í skrifstofuhúsnæði þar sem stórir gluggar bjóða upp á fallegt útsýni.
Prentun og límstafir í glugga

Við skerum út í límfilmu eða prentum flennistórar ljósmyndir – allt eftir þínum þörfum. Áður en við framleiðum merkingarnar stillum við hönnuninni upp á ljósmynd af auglýsingasvæðinu og því er auðvelt fyrir þig að taka upplýsta ákvörðun

Sandblástursfilma

Sandblástursfilma hefur notið mikilla vinsælda mörg síðustu árin, bæði til notkunar á heimilum og í atvinnuhúsnæði. Ástæðan er ekki síst sú að áferð filmunnar er létt og falleg. Við eigum fyrirliggjandi ógrynni af mynstrum sem þú getur skoðað til að fá hugmyndir að hönnun fyrir þitt verkefni.
Tvíhliða prentun - gluggamerkingar

Nýjasta viðbótin í auglýsingaprentun er svokölluð tvíhliða prentun (double way vision). Þar eru auglýsingar eða merkingar prentaðar á aðra hliðina á sérstakri filmu, sem er þeim eiginleikum gædd að þegar auglýsingin er límd í glugga er hún einnig sýnileg frá hinni hliðinni. Sjón er sögu ríkari – sjáðu þessi dæmi um tvíhliða prentun sem G. Hannesson hefur framleitt.