Að sjálfsögðu gilda gæði í öllum merkingum frá G. Hannesson, en í bílamerkingum skiptir sérlega miklu máli að vanda til verka og nota aðeins hágæða límdúk og prentun. Íslenskar aðstæður eru sérstakar hvað varðar hitabreytingar og veðurfar og þar sem falleg bílamerking er frábær auglýsing þarf hún líka að endast vel.

Sumir vilja jafnvel meina að bílamerking sé besta fjárfesting sem fyrirtæki getur lagt út í – bíllinn er alltaf á ferðinni og merkingin getur því fangað athygli þúsunda vegfarenda á hverjum degi.

Við merkjum stórt og smátt – allt frá einföldum og ódýrum límstöfum með nafni fyrirtækisins
og símanúmeri upp í flókna og áberandi merkingahönnun þar sem allir fletir bílsins eru klæddir
í ljósmyndaprentun á límdúk.

Til að einfalda málið og tryggja nákvæmni og gæði höfum við aðgang að vottuðum tölvuteikningum
af öllum helstu bílategundum heims. Að sjá hönnunina setta upp með skýrum hætti í tölvunni
hjálpar þér að taka upplýsta ákvörðun áður en framleiðsla hefst.

Viltu panta, fá tilboð eða leggja inn fyrirspurn vegna bílamerkinga?
Sendu okkur póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í síma 562 2960 og við svörum um hæl.